Fréttir

Heilsugæslan á Akureyri í fortíð og framtíð

Jón Torfi Halldórsson yfirlæknir stofnunarinnar segir frá starfsemi hennar og svarar fyrirspurnum máundaginn 6. maí kl 14.00 í Birtu Bugðusíðu 1.
Lesa meira

Boð í Skógarböðin

Félögum EBAK er aftur boðið í Skógarböðin. Nú verður frítt í böðin fyrir félagsmenn mánudaginn 6. maí og þriðjudaginn 7. maí kl. 10 - 15. Munið að sýna félagsskírteinin við innganginn. Takk kærlega fyrir boðið.
Lesa meira

Frístundaakstur

Akstur á milli félagsmiðstöðvanna
Lesa meira

Söngveisla í Glerárkirkju.

KÓRAR ELDRI BORGARA Á NORÐURLANDI FAGNA SUMRI Á SUMARDAGINN FYRSTA KL.17:00 KÓRARNIR SEM MÆTA ERU FRÁ SKAGAFIRÐI, FJALLABYGGÐ, AKUREYRI OG HÚSAVÍK. GAMLINGJARNIR FYLGJAST EKKI MEÐ VERÐBÓLGUNNI OG MIÐAVERÐ ER AÐEINS 3.000 KR. EN Á MÓTI KEMUR AÐ ENGINN POSI ER Á STAÐNUM.
Lesa meira

Ljósberi og lambaspörð

Davíð Hjálmar Haraldsson frá Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd lýsir í máli og myndum ævilöngum kynnum af plöntum við Eyjafjörð í Birtu Bugðusíðu 1 mánudaginn 22. apríl kl. 14:00.
Lesa meira

Kráarkvöld föstudaginn 19. apríl

Lesa meira

Dansklúbbur EBAK

Dans miðvikudaginn 17. apríl í Birtu, Bugðusíðu kl. 16:00 - 17:30. Velkomin.
Lesa meira

Innanlandsferðir sumarsins 2024

Lesa meira

Fundur með þingmönnum

Kjarahópur EBAK boðar til almenns fundar með þingmönnum í Brekkuskóla föstudaginn 12. apríl 2024 kl. 16:00 – 18:00.
Lesa meira

Tæknilæsi 60 ára og eldri - námskeið

EBAK og Símey bjóða félögum í EBAK upp á námskeið í tæknilæsi. Þessu námskeiði er ætlað að auka þekkingu og þor fólks á efri árum í notkun nútíma tæknilausna. Lögð verður áhersla á örugga notkun snjalltækja (síma og spjaldtölva), fjallað um rafræn skilríki og notkun þeirra, rafræn samskipti (tölvupóstur og notkun annarra samskiptamiðla), netverslun, notkun heimabanka o.fl. Leiðbeinandi er Snæbjörn Sigurðarson og kennt verður í húsakynnum Símeyjar við Þórsstíg. Námskeiðið fer fram í seinni hluta apríl og til 20. maí. Kennt verður á dagtíma. Námskeiðið skiptist í þrjár tveggja klst. lotur alls sex klst. Kennt er í 10 manna hópum og námið einstaklingsmiðað eins og kostur er. Kostnaður er kr. 18,000 en félagið greiðir 30% kostnaðar eða kr. 5,400 þannig hver þáttakandi greiðir kr 12,600. Bennt er á að félagar verkalýðsfélaga geta í mörgum tilfellum fengið greitt frá sínu félagi og fellur þá styrkur EBAK niður. Áhugasamir eru beðnir um að senda tölvupóst á ebakureyri@gmail.com fyrir 10.apríl n.k. til að skrá sig og fá þá send nánari námskeiðsgögn og kennslulýsingu. Hikið ekki við að hafa samband við skrifstofu EBAK til að fá nánari upplýsingar.
Lesa meira