FRÉTTIR OG FRÓÐLEIKUR

  • Félag eldri borgara

    Félag eldri borgara á Akureyri er opið öllum 60 ára og eldri. Félagið sinnir hagsmunamálum eldri borgara og stendur fyrir fræðslu af ýmsum toga, ferðum, skemmtunum o.s.frv. 
    Árgjald 2024 er kr. 3.500. Krafa er sett í heimabanka félagsmanna.
    Félagar fá víða afslátt af vörum og þjónustu gegn framvísun félagsskírteinis um allt land. Á sumum stöðum fæst mestur afsláttur með því að nota EBAK skírteinið. Félagsaðildin er því fljót að borga sig. 
    Facebook hópur: EBAK Félag eldri borgara á Akureyri.
    Tölvupóstur: ebakureyri@gmail.com

  • Skrifstofa og skráning í EBAK

    Skrifstofa félagsins í Birtu, Bugðusíðu 1, er almennt opin á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum frá 13:00 til 15:00 
    Skrifstofustjóri/formaður er þar til aðstoðar og þjónustu við félagsmenn. Sími 462-3595 og 865-1346

    Að skráningu lokinni geta félgar fengið félagsskírteini sitt afhent á skrifstofu félagsins.

    Skráning í félagið er gerð með því að ýta á neðangreindan tengil:

    http://www.ebak.is/is/um-felagid-1/skraning-i-felagid

  • Félagsmiðstöðvar

    Akureyrarbær rekur tvær félagsmiðstöðvar fyrir fullorðna, Sölku í Víðilundi 22 og Birtu í Bugðusíðu 1. 

    Félag eldri borgara er með aðstöðu í Bugðusíðu 1 og fer stór hluti starfsemi félagsins þar fram, bæði hjá stjórn og nefndum. 

    Opið verður í báðum félagsmiðstöðvunum kl. 9.00-15:45 alla virka daga frá miðjum september og fram í maí. 

    Dagskrá félagsmiðstöðvanna er hér ofar á síðunni.