Á ekki að vera kvíðvænlegt að eldast

Framtíðarþing um farsæla öldrun var haldið í sal Háskólans á Akureyri í gær, mánudag. Rúmlega 60 manns á öllum aldri sátu þingið og kom meðal annars fram í máli fundarmanna að það þyrfti síður en svo að kvíða hækkandi aldri.

Öldrunarráð ÍslandsFramtíðarþing um farsæla öldrun var haldið í sal Háskólans á Akureyri í gær, mánudag. Rúmlega 60 manns á öllum aldri sátu þingið og kom meðal annars fram í máli fundarmanna að það þyrfti síður en svo að kvíða hækkandi aldri. Einnig að mikilvægt sé fyrir starfsfólk í velferðarþjónustu að þekkja til hlítar þarfir og óskir aldraðra til að geta veitt sem besta þjónustu. Þá kom einnig fram að halda þurfi áfram að þróa þjónustuna við aldraða, t.d. félagsstarf og annað sem þessum hópi standi til boða.

Framundan er úrvinnsla gagna af þinginu og skýrslugerð með niðurstöðunum, en segja má að eitt af markmiðum þingsins sé að niðurstöðurnar verði leiðbeinandi fyrir stjórnvöld um það hvernig aldraðir vilja sjá sín mál þróast til framtíðar.

Framtíðarþingið á Akureyri var samstarfsverkefni Öldrunarráð Íslands, Akureyrarbæjar, Félags eldri borgara á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Landsambands eldri borgara og Velferðarráðuneytisins. Stutt ávarp í upphafi þings fluttu Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Akureyrar og Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA.

Frekari upplýsingar veita Pétur Magnússon, formaður Öldrunarráð Íslands, í síma 841 1600, netfang petur.magnusson@hrafnista.is, og Ingrid Kuhlman þingstjóri í síma 892 2987, netfang ingrid@thekkingarmidlun.is.

HópmyndSkýring við hópmynd, frá vinstri:
Pétur, formaður Öldrunarráðs, Ingrid Kuhlman, þingstjóri, Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, fráfarandi formaður Landssambands eldri borgara, Sigurður Hermannsson, formaður Félags eldri borgara á Akureyri, og Eyjólfur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri.