05.03.2025
-
10.03.2025
Þorsteinn Arnórsson hefur tekið saman nokkur örnefni á Akureyri sunnan Glerár og segir okkur frá þeim í Birtu Bugðusíðu mánudaginn 10. mars kl. 14.00.
Lesa meira
19.02.2025
-
22.02.2025
Föstudaginn 21. febrúar kl. 20.30-23.30 verður kráarkvöld (dansleikur) í Sölku við Víðilund.
Lesa meira
19.02.2025
-
25.02.2025
Mánudaginn 24. febrúar kl. 14.00 í Birtu Bugðusíðu leiðir Kári Agnarsson okkur i sanninn um tryggingar aldraðra á ferðalögum erlendis.
Lesa meira
06.02.2025
-
11.02.2025
Í Birtu Bugðusíðu 1 mánudaginn 10. febrúar kl. 14.00 fer Helga Arnheiður Erlingsdóttir með okkur í ferð um sínar heimaslóðir.
Lesa meira
22.01.2025
-
27.01.2025
Mánudaginn 27. janúar kl. 14.00 fjallar Kristján Bjarki Gautason þjónustufulltrúi í Arionbanka um netsvik og netöryggi á okkar tíma í Birtu Bugðusíðu 1.
Lesa meira
09.01.2025
-
13.01.2025
Alma Rún Óskarsdórrir öldrunarlæknir fjallar um heilbrigði á efri árum á fræðslufundi í Birtu Bugðusíðu mánudaginn 13. janúar kl. 14.00.
Lesa meira
19.12.2024
Við bendum lífeyrisþegum á að það er mjög mikilvægt að fara yfir tekjuáætlun sína frá TR og uppfæra í takt við hugsanlegar eða fyrirsjáanlegar breytingar. Til að tryggja að útreikningur TR á lífeyri sé sem réttastur þurfa þessar upplýsingar að liggja fyrir sem fyrst. Rétt og uppfærð tekjuáætlun kemur í veg fyrir að leiðrétta þurfi eftir á, eins og svo margir hafa lent í undanfarið með fjármagnstekjur, sem hafa verið hærri en áætlað var, vegna vaxtastigs í landinu.
Hægt er að kynna sér þetta betur á Mínum síðum hjá TR tr.is
Lesa meira
18.12.2024
EBAK hefur gert samkomulag við fasteignafélagið L2 um að bjóða félagsfólki að leigja íbúðir í Kjarnagötu 53 í eigu L2. Um er að ræða nýtt fjögurra hæða, 16 íbúða fjölbýlishús í Hagahverfi með rúmgóðum bílakjallara. Íbúðirnar eru þriggja og fjögurra herbergja 69 til 111 m2. Leiguverð er frá 250 þús. til 330 þús. kr á mánuði. Leigutakar greiða rafmagn en hiti er innifalinn í leigu. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í janúar til febrúar 2025.
Skrifstofa EBAK veitir frekari upplýsingar og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Karl Erlendsson eða senda tölvupóst á ebakureyri@gmail.com sem fyrst.
Lesa meira
04.12.2024
-
09.12.2024
Mánudaginn 9. desember kl. 14.00 verður síðari bókakynning EBAK í Birtu Bugðusíðu 1.
Lesa meira