Fréttir

Kjaramálakönnunin.

Nú er lokið könnun kjararáðs EBAK sem var opin í 4 vikur. Það er ánægjulegt að svörun var mjög góð. 791 félagi tók þátt, sem er um 50% þeirra, sem eru með virk netföng. Kjararáðið vill koma á framfæri kæru þakklæti fyrir frábæra þátttöku. Niðurstöðurnar verða kynntar á fundi í Hofi 14. nóvember kl 16:00. Nánar auglýst síðar. Kjararáðið hvetur fólk til að taka frá tíma og mæta á fundinn.
Lesa meira

Dansklúbbur Ebak

Á morgun, miðvikudaginn 1. nóvember hittumst við í Birtu, Bugðusíðu 1, kl. 16:00 og dönsum til 17:30 Skemmtum okkur saman og dönsum eins og orkan leyfir. Velkomin.🌹 Þar næsti tími verður svo 15. nóvember.
Lesa meira

Jólahlaðborð EBAK

Jólahlaðborð EBAK verður í Sel-Hóteli í Mývatnssveit, föstudaginn 8. desember. Verð á mann í tveggjamanna herbergjum er kr. 22.500. Innifalið: Akstur, gisting með morgunverði, fordrykkur, jólahlaðborð og tónlist. Brottför verður frá Birtu kl. 13:00 og Sölku kl. 13:15. Skráning hjá Önnu í síma 847 8473 og Snjóku í síma 844 3812 milli kl. 17:00 og 19:00 fyrir 10. nóvember. Fullnaðargreiðsla ferðar greiðist inn á reikning: 0162 – 26 – 40030 kt.: 651082 0489 í síðasta lagi 10. nóvember.
Lesa meira

Björgunarsveitir

Björgunarsveir.Hvert er hlutverk þeirra og hvað gera þær ? Mánudaginn 30. október kynna félagar úr Súlum björgunarsveitinni á Akureyri starfsemi sveitarinnar og helstu viðfangsefni hennar.
Lesa meira

Kráarkvöld - Dansleikur

Kráarkvöld verður haldið í Birtu Bugðusíðu 1 föstudagskvöldið 3. nóvember kl. 20.30 - 24.00. Húsið opnar kl. 20.00.
Lesa meira

Dansklúbbur EBAK

Miðvikudaginn 18. október kl. 16-17:30 dönsum við í Birtu, Bugðusíðu 1 Verið nú endilega dugleg að halda lifandi dönsunum okkar sem við þekkjum frá sokkabandsárunum og fram til dagsins í dag. Nóg er gólfplássið. Þar næsti tími verður svo 1. nóvember. Velkomin.
Lesa meira

Kjaramálakönnun.

Nú er í gangi kjaramálakönnun á vegum kjaramálahóps EBAK. Hlekkur á könnunina hefur verið sendur á virk netföng félagsmanna, og þeir beðnir um að svara með því að smella á hlekkinn sem fylgir með. Einnig er hægt að fá prentuð eintök af könnuninni á skrifstofu félagsins og skila henni þangað. Fólk er hvatt til að fylla út könnunina. Því fleiri sem taka þátt, því betra.
Lesa meira

Dansklúbbur Ebak.

Miðvikudagur 4. október 16 - 17:30 í Birtu, Bugðusíðu 1 Velkomin í dansinn með okkur, léttfættir og líka þeir sem eru minna léttfættir
Lesa meira

Virk efri ár

Héðinn Svarfdal fjallar um það sem er framundan í verkefninu Virk efri ár og kynnir göngu- og hjólastíga í bænum í Birtu Bugðusíðu mánudaginn 3. október kl. 14.00.
Lesa meira

Kráarkvöld.

Lesa meira