Aðalfundur Félags eldri borgara 2015

Aðalfundur Félags eldri borgara á Akureyri var haldinn í Bugðusíðu 24. mars sl. Fundurinn var vel sóttur eða um 120 manns.

Aðalfundur Félags eldri borgara á Akureyri var haldinn 24. mars sl. í Bugðusíðu. Fundurinn var vel sóttur eða um 120 manns. Formaður félagsins Sigurður Hermannsson flutti skýrlsu stjórnar. Einar Gunnarsson  gjaldkeri félagsins fór yfir ársreikning félagsins. Þá fluttu formenn/talsmenn nefnda skýrslur um helstu viðburði og afþreyingu sem boðið var upp á á starfstímanum, það er tíminn milli aðalfunda. Stjórn félagsins lagði fyrir fundinn viðamikla tillögu um breytingar á lögum félagsins hvað varðar uppsetningu og innihald. Lagabreytingin var samþykkt samhljóða með örlítilli breytingu. Kosningar fóru fram samkvæmt lögum félagsins.
Árgjald var samþykkt kr. 2.500.  þeir sem greiða með peningum eða í heimabanka greiða þessa upphæð en þeir sem greiða með greiðsluseðli kr. 2.800.  
Fyrir lok apríl er gert ráð fyrir að birta hér á heimasíðunni skýrslu stjórnar félagsins, tölur úr ársreikningi,  fundargerðina í heild og helstu niðurstöður úr skýrslum nefna. HG