Ályktun stjórnar LEB

 

Ályktun stjórnar LEB
30. nóvember 2020

Stjórn LEB mótmælir harðlega að ellilífeyri hækki aðeins  um 3.6% í  frumvarpi  til fjárlaga fyrir árið 2021.

Það er skýlaus krafa LEB að ellilífeyrir hækki um 15.750 kr. vegna ársins 2021 eins og aðrir fá.

Eldri borgarar hafa ekki samningsrétt og verða að treysta að Alþingi fari að lögum við ákvörðun um hækkun ellilífeyris og tryggi sambærilegar hækkanir.