Bókakynning - Frá Fræðslunefnd

Þær bækur sem verða kynntar eru:

Svipmyndir úr sögu sjúkrahúss eftir Magnús Stefánsson. Höfundur kynnir bókina, Kristín Aðalsteinsdóttir les.

Sjötta Davíðsbók eftir Davíð Hjálmar Sveinsson. Höfundur les og sýnir myndir.

Bærinn brennur eftir Jón Hjaltason, höfundur kynnir og les.

Drungi eftir Ragnar Jónsson, Stefán Vilhjálmsson kynnir og les.

Einnig verða lesnar nokkrar  gamansögur úr bókunum: Eyfirsk kímni, Héraðsmannasögur, og Sigurðar sögur dýralæknis.

Fundargestum gefst kostur á að spjalla við höfunda yfir kaffisopa að loknum kynningum. Þeir verða með bækur til sölu og munu árita þær fyrir þá sem vilja.

Sjáumst sem flest.