Flýtilyklar
Dansklúbbur EBAK
Hugmynd að stofnun klúbbsins kviknaði á grunn dansnámskeiðum hjá Önnu Breiðfjörð 2018. Hann var stofnaður 20. febrúar 2019.
Félagarnir koma saman tvisvar í mánuði yfir veturinn til að æfa þá dansa sem þeir hafa lært og til að læra meira. Anna kemur stundum á dansæfingar til að rifja upp það sem hún hefur kennt áður og kenna jafnvel einn og einn nýjan dans.
Til stendur að opna klúbbinn fyrir áhugasama, á meðan húsrúm leyfir. Þeir eldri borgarar sem hafa hug á að ganga til liðs við klúbbinn er bent á að sækja um inngöngu í netfang halldorogbjorg@simnet.is í síðasta lagi 29. nóvember nk. Gefa þarf upp nafn, síma og netfang. Einnig er hægt að hringja í Halldór Gunnarsson í síma 690-3575 til að fá frekari upplýsingar.
Ef nógu margir hafa áhuga á að fá grunnnámskeið hjá Önnu verður reynt að verða við því. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Halldór.
Hallgrímur G.