Fræðslufundur um netöryggi

Margir hafa lent í að fá alls konar svikaskilaboð á Facebook og Messenger, m.a. annars í því formi að segja að viðkomandi eigi pakka sem þarf að greiða sérstaklega til að fá afhenta og að taka þátt í ýmiss konar netleikjum. 

Tilgangurinn er að komast yfir leyniorð, kreditkortanúmer og ýmislegt fleira til að svíkja peninga út úr fólki.

Brynja María Ólafsdóttir hjá Landsbankanum ætlar að koma til okkar og fræða okkur um netsvik og ekki síst hvernig við eigum að verjast þeim. 

Fræðslan fer fram í salnum í Sölku, Víðilundi 22, þriðjudaginn 31. janúar kl. 13:30-15:00. 

Aðgangur er ókeypis fyrir félaga í EBAK, en nauðsynlegt er að skrá sig í síðasta lagi 30. janúar á viðburð í fésbókarhópnum EBAK Félag eldri borgara á Akureyri. Eða með því að senda fyrirspurn á ebak.is.