Ferð á Strandir í ágúst 2016

Ferð á vegum Félags eldri borgara á Akureyri á Strandir dagana 16. til 18. ágúst 2016.

Ferð á vegum Félags eldri borgara á Akureyri á Strandir dagana 16. til 18. ágúst 2016

1. dagur: Kl. 09:00 ekið frá Akureyri áleiðis að Laugabóli á Ströndum. Komið verður við í Staðarskála þar snædd verður súpa, brauð og kaffi. Ekið um Hólmavík og þaðan um norðanverðan Steingrímsfjörð út að Drangsnesi. Kvöldverður og gisting á Hótel Laugarhóli.

2. dagur: Morgunverður. Kl. 09:00 lagt af stað og ekið norður strandir. Tímaáætlun sveigjanleg innan dagsins. Komið verður við í Djúpavík, Norðurfirði, handverks- og minjasafninu Kört Trékyllisvík og í Kirkjunni þar. Súpa, brauð og kaffi í hádeginu hjá Lovísu og Söru í Norðurfirði. Áhugaverðir staðir, utan áður upptalinna eru fjölmargir. Bara nöfn eins og  Asparvík, Skreflur, Speni, Skessubæli, Pottfjall, Kúvikur, Gjögur, Þórðarhellir, Kista, Trékyllisnaust, Flóabardagi, Ófeigur vekja upp mikla sögu. Kvöldverður og gisting aftur á Laugabóli.

3. dagur: Morgunverður. Lagt af stað kl. 10:00 heim á leið með viðkomu á Hólmavík og mannlífið á staðnum skoðað. Þaðan verður haldið áleiðis að Kolugljúfrum en það eru gljúfur í Víðidalsá í Víðidal í Vestur- Húnavatnssýslu. Þau eru 1-2 km að lengd og nokkrir tugir metra á dýpt. Þar sem áin fellur í gljúfrið eru fossar sem heita Kolufossar. Súpa, brauð og kaffi í Dæli. Ekið síðan sem leið liggur til Akureyrar. Staðkunnugur leiðsögumaður verður með í bílnum á öðrum degi þegar farið er norðureftir.

Verð kr. 49.000.00

Innifalið í verði: Fargjald og gisting á Laugabóli í 2 nætur. Gist í tveggja og þriggja manna herbergjum. Tveir morgunverðir, tveir kvöldverðir og súpa og brauð 3x.

Fararstjórar Karl Jörundsson og Rafn Sveinsson.