Flýtilyklar
Ferð til Madeira.
Heimsferðir tilkynna:
EBAK tilboð- Madeira 15. – 23. apríl 2020
Heimsferðum er ánægja að senda ykkur eftirfarandi tilboð í hópferð til Madeira vorið 2020. Miðað er við beint flug frá Keflavík til Funchal og að fjöldi þátttakenda í ferðinni sé 20 manns eða fleiri. Verð eru miðuð við gengi þess dags sem tilboðið er gert og geta breyst án fyrirvara.
Hotel Jardins d’Anjuda 3+* með morgunverði Verð á mann
Tveggja manna herbergi með svölum eða verönd, landsýn 119.995.- Herbergi fyrir einn með svölum eða verönd, landsýn 158.995.-
Hotel Melia Madeira Mare 4* með morgunverði ásamt þremur kvöldverðum ( valfrjálst hvaða daga )
Tveggja manna herbergi með svölum hliðarsjávarsýn 149.995.- Herbergi fyrir einn með svölum hliðarsjávarsýn 184.995.-
Innifalið í verði: Flug, flugskattar, gisting með morgunverði, akstur til og frá flugvelli erlendis og íslensk fararstjórn.
Ekki innifalið í verði: Forfallatrygging 2.900.- á mann og skoðunarferðir.
Flugtímar: MIÐ 15. apríl: KEF – FNC 8:30 – 15:25
FIM 23. apríl: FNC – KEF 15:25 – 19:15
Fararstjórar: Ása María Valdimarsdóttir & Valgerður Hauksdóttir
Með kveðju, f.h. Heimsferða Birgir Gunnarsson Heimsferðir - Akureyri akureyri@heimsferdir.is
sími 461 1099
----
Kynnisferðir á Madeira 15. – 23. apríl 2020 Fararstjórar: Ása María Valdimarsdóttir og Valgerður Hauksdóttir
17.apríl - föstudagur Kynnisferð um Funchal – hálfsdagsferð
Eftir morgunverð er haldið af stað í hálfsdags kynnisferð um Funchal. Í upphafi ferðar er farið í sérstaka útsaumsverksmiðju og fylgst með störfum og handbragði starfsmanna. Því næst er ferðinni heitið á líflegan og ekki síður litríka markað heimamanna en þar má sjá ótrúlegt úrval blóma, ávaxta, og grænmetis í öllum regnbogans litum. Þá verður ekið upp í fjöllin til smábæjarins Monte, þar skoðum við kirkju staðarins en þaðan er ótrúlegt útsýni yfir borgina. Ef aðstæður leyfa gefst farþegum tækifæri á að renna sér niður brekku í tágsleða – ekki á hverjum degi sem slíkt tækifæri býðst. (Athugið: sleðaferðin er ekki innifalin í verði / EUR 16.- á mann ) Að lokum er komið við í vínkjallara þar farþegum gefst kostur á að bragða hinar ýmsu útgáfur af hinu fræga Madeira víni. Síðan er ekið aftur til baka á hótelin en einnig er möguleiki á að verða eftir í miðbænum og skoða sig um á eigin vegum. Leigubílar eru á hverju strái í miðbænum svo það er auðvellt að koma sér til baka á hótelið. Verð: 4.600.- á mann. Innifalið: akstur, vínsmökkun og fararstjórn
18.apríl – laugardagur Fegurð Madeira Santana – dagsferð
Dagsferð um austurhluta eyjunnar sem þrátt fyrir smæð sína býður upp á mjög fjölskrúðugt landslag. Leiðin liggur frá suðri til norðurs að þriðja hæsta tindi eyjunnar Pico do Arieiro sem er 1818 metra yfir sjávarmál. Þaðan er stórkostlegt útsýni yfir eyjuna.Næst er ekið að þorpinu Santana á norður hluta eyjunnar sem er þekkt fyrir hin sérstæðu hús sín með stráþakinu. Þar verður stoppað um stund. Hádegisverður borinn fram og farþegum gefinn frjáls tími að skoða sig betur um á staðnum. Á leiðinn til baka er ekið að útsýnisstað á austurhluta eyjunnar og stoppað þar um stund. Verð: 8.400.- á mann. Innifalið: akstur, hádegisverður og fararstjórn
19.apríl sunnudagur Fjallstoppar, dalir og þorp – hálfsdagsferð
Hálfsdagsferð þar sem haldið verður áfram að skoða þessa fögru eyju. Í þessari ferð heimsækjum við þrjá áfangastaði. Fyrst er ekið að útsýnishæðinni Pico Dos Barcelos þar sem við stoppum og njótum útsýnisins yfir Funchal borgina. Eira do Serrado er í um 1100 metra yfir sjávarmál og þaðan má sjá Curral das Freiras – Nunnudalinn - og lítið þorp sem byggt er í gömlum eldgíg. Í lok ferðar er komið við í fallegu litlu sjávarþorpi Camara de Lobos og dvalið þar um stund. Camara de Lobos var ávallt mikill uppáhaldsstaður Sir. Winston Churchil sem dvaldi þar oft og málaði myndir af staðnum. Verð: 4.200.- á mann. Innifalið: akstur og fararstjórn.
20. apríl - mánudagur Kvöldferð
Skemmtilegur staður þar sem farþegar sjá þjóðdansa og söngvasýninu innfæddra á meðan snæddur er kvöldverður með þjóðarréttum eyjarskeggja. Grillað nautakjöt ásamt meðlæti. Góð kvöldstund sem enginn vill missa af. Verð 6.900.- á mann. Innifalið: akstur, kvöldverður og fararstjórn.
21. – þriðjudagur Porto Moniz – dagsferð
Ekið í norðvestur um einn fallegasta hluta Madeira um gróðursæl fjöll og dali með suðrænum gróðri og litlum þorpum sem kúra í fjallshlíðunum. Í upphafi ferðar er ekið til þorpsins Ribeira Brava sem er notalegur strandbær á suðvestur ströndinni, dvalið þar um stund. Þá er ekið afstað og komið við á bananaekru þar sem gert er stutt stopp og farþegar skoða og fræðast um þessa merkilegu plöntu. Áfram er haldið og nú að Cabo Giarao sem er hæsti sjávarklettur í heimi. Fyrir utan það stórbrotna útsýni sem þaðan er fá farþegar tækifæri að standa á sérstökum glersvölum (svipuðum þeim sem eru í Grand Canyon í Bandaríkjunum – bara í smækkaðri mynd !) alveg mögnuð upplifun – sér í lagi í heiðskíru veðri ! Ferðinni síðan haldið áfram til Porto Moinz á norðvestur tanga eyjunnar. Sérstaða þessa litla bæjar er staðsetning hans og hinar náttúrulegu sundlaugar sem myndast hafa í klettunum í sjávarmálinu.
Verð: 8.300.- á mann. Innifalið: akstur, hádegisverður og fararstjórn
22. apríl – miðvikudagur Skemmtiganga Levada do Moinho
Eftir morgunverð er ekið til Lombada.Gangan hefst við kirkjuna í Lombada. Í upphafi göngunnar er gengið fram hjá fjölbreyttu ræktunarsvæðum sem gefur göngunni skemmtilegt sjónarhorn. í kyrrðinni innan um fallegan suðrænan gróðurinn með tilheyrandi litadýrð. Þægileg ganga sem þar sem hægt er að njóta fallegrar náttúru þaðan er frábært útsýni yfir dalinn og fallega þorpið Ponta do Sol Í lok göngunnar er hópnum ekið aftur til Funchal. Verð: 3.900.- á mann. Innifalið: akstur og fararstjórn.
Lágmarksþátttaka í öllum kynnisferðum eru 20 manns. • Vinsamlega bóka kynnisferðir fyrir 5. sept. 2019 • Þeir sem kjósa að bóka kynnisferðir á Madeira taka áhættu um að laust sé í viðkomandi ferð þegar á staðinn er komið. • Kynnisferðir sem bókaðar eru á Madeira eru 10% dýrari en fyrirfram bókaðar. allar kynnisferðri bókaðar á Madeira greiðast í Evrum