Flýtilyklar
Upplýsingar um ferð EBAK um Austurland 28. júní til 1. júlí 2021
Félag eldri borgara á Akureyri
AUSTURLAND
Hálendi, hérað, firðir.
28. JÚNÍ – 1. JÚLÍ 2021
Mánudagurinn 28. júní:
Brottför frá Akureyri kl. 09. Ekið í Möðrudal þar sem við borðum hádegisverð með útsýni á fjalladrottninguna Herðubreið. Ekið í Sænautasel og bærinn skoðaður.
Komið í náttstað á Hallormsstað milli 17:00 og 18:00.
Þriðjudagurinn 29. júní:
Eftir morgunverð á hótelinu er ekið í Mjóafjörð, það er afar fögur leið og fossarnir leika við hvern sinn fingur, ekki síst Klifbrekkufossar sem eru vinsælt augnakonfekt. Við borðum hádegissúpu á Sólbrekku og kynnumst Brekkuþorpi. Ekið á Eskifjörð með stoppi í Hólmanesi, fólkvangi og friðlandi.
Kvöldverður borðaður á Randulffssjóhúsi á Eskifirði. Gist á Hallormsstað.
Miðvikudagurinn 30. júní:
Dagsferð á Borgarfjörð Eystri. Hafnarhólmi heimsóttur, Álfaborgin og kirkjan. Á Borgarfirði eru 3 veitingastaðir sem fólk getur valið um í hádeginu. Borgarfjörður er rómaður fyrir náttúrufegurð og við tökum okkur tíma í að njóta.
Kvöldverður og gisting á Hallormsstað.
Hér er hægt að bjóða þeim sem vilja að fara í nýju böðin á Austurlandi að verða eftir á leið okkar heim frá Borgarfirði www.vok-baths.is. Þeir hinir sömu yrðu sóttir fyrir kvöldmat.
Fimmtudagurinn 1. júlí:
Eftir morgunverð kveðjum við Hallormsstað. Við byrjum á því að heimsækja Skriðuklaustur, fyrrum heimili skáldsins Gunnars Gunnarssonar. Þar er gaman að koma og skoða inn í hugarheim hans. Á Skriðuklaustri er einnig uppgröftur á gömlu klaustri frá miðöldum sem áhugavert er að kynna sér. Við Skriðuklaustur er Snæfellstofa, upplýsingamiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs sem er ómissandi að heimsækja. Við ökum sem leið liggur til Egilsstaða þar sem við tökum hádegishlé.
Ef veður leyfir ökum við til Akureyrar um Hellisheiði Eystri og Vopnafjörð, ef ekki förum við þjóðveg 1. Áætlaður komutími til Akureyrar um kvöldmatarleyti.
VERÐ:
Lágmarksþátttöku þarf í ferðina.