Flýtilyklar
Ferð um Vestfirði
Félag eldri borgara bjóða upp á 5 daga ferð um Vestifirði, þar sem ósnortin náttúra, djúpir firðir og fagrir dalir taka á móti okkur dagana 9. til 13. ágúst 2021.
Farastjórar: Ágerður Snorradóttir og Svævar Hallgrímsson
Leiðsögn: Júlía M Brynjólfsdóttir
Dagur 1
Akureyri – Blönduós – Hvammstangi – Búðardalur – Fellsströnd
Brottför frá Víðilundi kl 10:00 Lindarsíðu kl 10:15
Ekið til Blönduóss. Frjáls tími. Hægt að fara á heimilisiðnarsafnið (kostar 1.200.-) eða gengið út í Hrútey eða skoðað gamla bæinn.
Ekið er til Hvammstanga, þar er frjálst að fá sér kaffi eða hádegismat og skoða sig um í þorpinu.
Ekið er til Búðardals þar sem verður stutt þægindastopp, þaðan verður haldið til Krosshólaborgar þar sem Dalamenn reistu kross til minningar um Auði djúpúðgu landnámskonu.
Síðan liggur leiðin að Vogum á Fellsströnd þar sem gist verður. Hægt er að fá sér létta göngu og njóta útsýnis til hafs, yfir eyjar og sker, þar sem Snæfellsjökull, konungur íslenskra fjalla, blasir tignarlega við. Formfagurt, kulnað eldfall, og trónir lengst í vestri. Um kvöldið bíður okkar kvöldverður að hætti húsins.
Dagur 2
Fellsstönd/Skarðsströnd – Bjarkarlundur – Birkimelur – Patreksfjörður
Eftir morgunverð kveðjum við gestgjafana á Vogum og lagt verður af stað kl. 10.00.
Ekið verður til Patreksfjarðar með þægindastoppum á nokkrum stöðum sem skarta fallegri ósnortinni náttúru. Þegar komið er til Patreksfjarðar verður gist á Fosshóteli sem er fallega innréttað hótel, byggt úr gamla sláturhúsinu. Þegar búið er að koma sér fyrir á hótelinu er frjáls tími til að skoða sig um í bænum. Á Patreksfirði er ein glæsilegasta sundlaugin á landinu sem hefur útsýni yfir fjörðinn.
Ef veður leyfir er möguleiki á að fara niður á Rauðasand, tekur um 1 ½ klst. Um kvöldið mun Fosshótel bjóða upp á glæsilegan kvöldverð.
Dagur 3
Patreksfjörður – Tálknafjörður –– Bíldudalur - Arnafjörður – Ísafjörður
Eftir morgunverð á Fosshóteli, kveðjum við Patreksfjörð og lagt verður af stað kl. 10.00
Leið okkar liggur að Bíldudal, sem er lítið þorp við sunnanverðan Arnafjörð og þar verður stoppað til þess að skoða áhugaverða sögu fjarðarins. Því næst liggur leiðin að fossinum Dynjanda og þar verður stoppað til að skoða fossaröðina í Dynjanda. Umhverfið í kringum fossinn er friðlýst sem nátturuvætti. Þaðan liggur leiðin að Hrafnseyri og stoppað þar, hægt verður að skoða menningarsetur á Hrafnseyri.
Næst verður ekið til Þingeyrar, boðið upp á stutt þægindastopp þar. Þaðan liggur leið okkar yfir til Ísafjarðar þar sem gist verður á Hótel Ísafirði. Borðað verður á Tjöruhúsinu kl 20:00. Þar verður boðið upp á glæsilegt kvöldverðarhlaðborð að hætti hússins.
Dagur 4
Ísafjörður - Súðavík – Skötufjörður - Mjófjörður
Við ætlum að eiga notalega stund á Ísafirði og hafa frjálsan tíma svo hægt sé að njóta léttrar gönguferðar og skoða hvað fallegi bærinn hefur upp á að bjóða, menningu, mat, kaffi og brugghúss.
Í bænum er að finna Byggðasafn Vestfjarða í Neðstakaupstað og eitt af virðulegasta húsi landsins er Safnahús Ísfirðinga. Þar er bókasafn, listasalur og ljósmyndasafn.
Eftir góðan dag ætlum við að kveðja Ísafjörð og leggja af stað kl 15 á næsta áfangastað.
Ekið verður til Súðavíkur, stutt stopp við Raggagarð. Þaðan ekið í Skötufjörð, stoppað verður við Hússafnið Litlabæ, fyrir þá sem hafa áhuga að skoða safnið ( kostar 1.000kr ). Hægt er að kaupa sér kaffi og með því.
Næst liggur leiðin til Mjóafjarðar og inn í Heydal sem er fallegur dalur eilítið úr alfaraleið, friðsæll og fjölbreyttur gróður og hlýleg náttúruparadís. Í Heydal er boðið upp á sundlaug inn í gróðurhúsi og náttúrulaug fyrir utan.
Þar tekur gestgjafinn Stella á móti okkur. Um kvöldið verður í boði hátíðarmatur og fleira.
Dagur 5.
Mjóifjörður – Búðardalur – Blönduós – Akureyri
Eftir morgunverð kveðjum við gestgjafann okkar og lagt verður af stað kl 10:00
Ekið verður í Búðardal þar sem stoppað verður, og fyrir þá sem vilja, skoðað nýtt og glæsilegt safn: Vínlandssetrið Leifsbúð. þar sem sögum af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar, eru gerð skil í nýrri sýningu sem samanstendur af myndverkum tíu þekktra íslenskra myndlistarmanna. Þar verður boðið upp á kaffi og með því.
Ekki má sleppa að stoppa við rjómabúið á Erpsstöðum, sem selja besta ísinn að sögn. Einnig er hægt kaupa osta og skyrkonfekt til að taka með sér heim.
Ekið verður áfram heimleiðis með viðkomu í Þingeyrarkirkju, sem er fyrsta steinkirkjan á Íslandi og hefur að geyma marga stórmerka gripi sem vert er að skoða.