Ferðakynning

Ferðakynning var haldin á vegum ferðanefndar í Bugðusíðu 1 mánudaginn 16. febrúar 2015

Ferðakynning var haldin á vegum ferðanefndar í Bugðusíðu 1 mánudaginn 16. febrúar 2015. Kynntar voru eftirtaldar ferðir ársins 2015. Fundinn sóttu um 170 manns.

Innanlandsferðir:

Ferð um Austurland dagana 18.-21. júní. Gist á hótel Svartaskógi (þrjár nætur fjórir dagar) Fararstjórar - Karl Steingrímsson og Karl Jörundsson. Bókanir hjá Karli S í síma 4621144.

Tveggja daga ferð; 30.-31. júlí um Húnavatnssýslur. Gist eina nótt á Edduhóteli á Laugabakka í Miðfirði. Fararstjórar eru Hulda Eggertsdóttir og Kolbrún Kristjánsdóttir. Bókanir hjá Huldu í síma 4622424.

Einsdags ferð um Tröllaskaga 19. ágúst. Hádegisverður á Siglufirði.

Sparidagar á Hótel Örk í Hveragerði dagana 15.-20. mars n.k. Bókanir í þessar tvær ferðir eru hjá Unni í síma 4621038 sem einnig er fararstjóri.

Utanlandsferðir:

Vorferð til Benidorm 24. apríl til 8. maí. Flogið frá Keflavík (rúta AK-KEF-AK). Síðasti bókunardagur fyrir vorferðina er 3. mars n.k.

Haustferð frá Akureyri til Gran Canarí dagana 4.-25. október. Beint flug frá Akureyri.

Nú þegar eru bókanir komnar á fullt og eru yfir 50 manns þegar búnir að bóka sig í haustferðina (hámarksfjöldi er 148 manns). Birgir á Heimsferðum tekur við bókunum í báðar þessa ferðir í síma 4611099.