Frá fræðslunefnd

Námskeið í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri. Landnámsmennirnir í landnámi Helga magra.

 

Á námskeiðinu verður farið yfir landnám Eyjafjarðar í máli og myndum. Námskeiðið er í formi fyrirlestra og umræðna. Gott væri að þátttakendur hefðu með sér Landnámabók eða sambærileg rit. Kennari er Hólmsteinn Snædal, húsasmíðameistari. Námskeiðið kostar 6000 kr.

 Kennt verður á  þriðjudögum: 28. jan., 4., 11., 18. og 25. feb. kl. 13.30-14:30 á Sólborg HA.

 Frekari upplýsingar og skráning í síma 460 8091 eða á netfangið simenntunha@simenntunha.is