Flýtilyklar
Frá Fræðslunefnd
04.11.2014
Í gær þ. 3. nóvember flutti Rannveig Guðnadóttir, hj.fr. erindi um Edens valkostinn.
Edens valkostur er nýleg hugmyndafræði sem fjallar um það hvernig hægt er að bæta líf fólks á elli- og hjúkrunarheimilum og gera líf þeirra innihaldsríkara. En í Bandaríkjunum hafa rannsóknir sýnt að leiði, einmanaleiki og vanmáttarkennd hafa einkennt líðan fólks sem býr á á slíkum heimilum. Þessi valkostur á að sporna við þeirri liðan.
Erindið var fróðlegt og prýtt fallegum myndum. Margar spurningar voru lagðar fyrir Rannveigu í fundarlok. Fundinn sóttu um 40 manns.