Frá Fræðslunefnd

Sigurður Ingi Friðleifsson, líffræðingur flutti í dag erindi um umhverfis- orku og auðlindanýtingu í nærumhverfi okkar. Efnið var mjög áhugavert og öllum til góðs að hlusta á slíkt erindi. Mættir voru um 30 þátttakendur. Mánudaginn 16. mars mun Jóhann Thorarensen svara spurningunni um ,, Hvað er hægt að rækta í garðinum þínum?" Það verður nánar auglýst í Dagskránni.