Frá fræðslunefnd

Hafið er námskeið fyrir eldri borgara í samstarfi við Menntaskólann á Akureyri þar sem fólk getur lært á tölvur, snjallsíma og fleiri nútímaraftæki. Það eru þriðju bekkingar M.A. sem standa að þessu námskeiði í lífsleikni, ásamt kennurum sínum. Þetta er í þriðja sinn sem námskeiðið er haldið og milli 30 og 40 manns sækja það.