Frá fræðslunefnd

Í dag var farin ferð fræðslunefndar á Skáldaslóðir. Um 25 manns tóku þátt í blíðskaparveðri. Leiðsögumenn voru snillingarnir Bjarni Guðleifsson, Gunnar Frímannsson og Valdimar Gunnarsson. Ekið var um Hörgárdal að Bægisá, að Hrauni í Öxnadal þar sem dvalið var um stund, að Möðruvöllum í Hörgárdal þar sem farið var í kirkjuna og síðan að Hlöðum þar sem hús Ólafar var skoðað. Allan tímann miðluðu snillingarnir visku sinni og voru svotil óstöðvandi. Frábær fróðleiksdagur í fallegu landi í haustlitunum.