Frá Fræðslunefnd

Fyrsti fyrirlesturinn er um upphaf síldarsöltunar við Eyjafjörð.

Í fyrirlestrum vetrarins verður fjallað um þéttbýlismyndun við Eyjafjörð og við fáum marga góða gesti okkur til liðsinnis. Í vor er fyrirhugað að fara í siglingu með Húna II og skoða þessa staði frá sjó.

Mánudaginn 7. nóvember 2016 kl. 13.30 í Bugðusíðu 1.

Upphaf síldarsöltunar við Eyjafjörð.

Þorsteinn Pétursson (Steini Pje.) fjallar í máli og myndum um síldarsöltunarstaði við Eyjafjörð.

 Kaffi verður á könnunni og allir eru velkomnir.