Flýtilyklar
Frá Fræðslunefnd
08.11.2016
Ungur temur - gamall nemur.
Tölvulæsi eldri borgara
Menntaskólinn á Akureyri og Félag eldri borgara á Akureyri bjóða enn á ný upp á námskeið í tölvufræðum, þar sem nemendur MA leiðbeina eldri borgurum um heima tölvunnar og netsins.
Leitast verður við að aðstoða hvern og einn með sín hugðarefni, hvort sem það er tölvupósturinn, Facebook, Skype, I phone eða eitthvað allt annað.
Námskeiðið verður fimmtudaginn 17. nóvember, 24. nóvember og 1. desember. Kennt verður kl. 13.00 til 14.30 og 14.45 til kl. 16.15.
Best er að læra á eigin tæki ef kostur er. Um skráningu sjá Hólmfríður Guðmundsdóttir, sími 8681862 og Stefán Vilhjálmsson, sími 898 4475.
Fræðslunefnd Félags eldri borgara þakkar skólameistara MA, umsjónarkennurum námskeiðisins og leiðbeinendunum, rausnarskap í garð eldri borgara á Akureyri.