Flýtilyklar
Frá fræðslunefnd.
Fyrirlestur Loga Más Einarssonar um Akureyri sem haldinn var í gær var sóttur af 60-70 manns. Logi ræddi um bæi erlendis sem þanist höfðu út og hvernig menn væru aftur að koma að hugmyndum um bæjargerð þar sem fólk kæmist leiðar sinnar án stórfenglegra stofnbrauta með slaufum og undirgöngum.
Hann tók Oddeyrina sem fyrirtaks hugmynd að bæjarkjarna sem gæti haft allt til alls, s.s. skóla, verslanir, kirkju, bókasafn o.fl. Þar gæti fólk komist leiðar sinnar gangandi eða hjólandi. Hann lýsti hugmyndum sínum að húsbyggingum neðan Hjalteyrargötu sem gætu rúmað 2-3 þúsund manns. Erindið var fróðlegt og skemmtilegt.
Næsta erindi um Þroskasögu Akureyrar flytur Björgvin Steindórsson, forstöðumaður Lystigarðsins þ. 17. mars n.k.