Flýtilyklar
Frá fræðslunefnd.
12.03.2014
Hvað ungur temur, gamall nemur.
Námskeið í töllvulæsi
Í dag hófst í annað sinn námskeið í tölvulæsi þar sem 3ja árs nemendur Menntaskólans á Akureyri aðstoða eldri borgara í notkun tölvu, síma, snjallsíma eða myndavéla.
36 eldri borgarar voru mættir og aðeins fleiri nemendur, ásamt þremur kennurum.
Kennslan tókst afar vel og fólk var ánægt með hina ungu kennara.