Flýtilyklar
Frá fræðslunefnd.
Málþingið sem haldið var í gær sóttu um 160 manns. Erindi sem flutt voru, voru fjölbreytt og fróðleg. Í hléi var boðið upp á kaffi og kleinur. Einnig var marserað undir stjórn Þorsteins Péturssonar og Snjólaugar Aðalsteinsdóttur, en Númi Adolfsson lék undir á harmonikku.
Spékoppar sem er framsagnar- og leikhópur sem Saga Jónsdóttir hefur leiðbeint var með skemmtiatriði sem góður rómur var gerður að og mikið hlegið.
Andri Snær Magnason ræddi um tímann og vatnið, hvernig kynslóðir tengjast og hvernig tækifæri til þess hafa aukist með þeim undratækjum sem til eru (símum, spjaldtölvum og tölvum).
I pallborði í lok málþingsins var rætt um hvort vert væri að halda slíkt málþing aftur og var einróma stuðningur við það helst á tveggja ára fresti. Hugmynd kom einnig fram um að bjóða Landsambandi eldri borgara að taka þátt. Næg salarkynni eru í Háskólanum til þess.