Frá fræðslunefnd Félags eldri borgara á Akureyri

Það sem er á döfinni á vegum Fræðslunefndar er eftirfarandi: Þann 20. janúar hefst flokkur erinda um bæinn okkar Akureyri. Það verður Hörður Geirsson sem byrjar og fjallar um bæinn í máli og myndum. Síðan munu Logi Einarsson og Björgvin Steindórsson taka við og horfa á Akureyri frá öðru sjónarhorni. Þau erindi verða í mars og apríl.

Það sem er á döfinni á vegum Fræðslunefndar er eftirfarandi:

Þann 20. janúar hefst flokkur erinda um bæinn okkar Akureyri.
Það verður Hörður Geirsson sem byrjar og fjallar um bæinn í máli og myndum.
Síðan munu Logi Einarsson og Björgvin Steindórsson taka við og horfa á Akureyri frá öðru sjónarhorni. Þau erindi verða í mars og apríl.

Í febrúar mun framsagnarnámskeið undir stjórn Sögu Jónsdóttir hefjast að nýju. Hópurinn hefur fengið nafn og heitir Spékopparnir. Þeir (Spékopparnir) skemmtu eldri borgurum fyrir jólin með söng, upplestri og leikþáttum. Þeir fóru Í Víðilund, Lögmannshlíð og Bugðusíðu.

Námskeið í samstarfi við Menntaskólann á Akureyri halda áfram. Enskukennsla fyrir byrjendur og enskukennsla (talenska) hefjast í febrúar og munu verða auglýst síðar.

Hin vinsæla tölvukennsla ,,Hvað ungur temur, gamall nemur" byrjar í mars og verður auglýst síðar.

Ráðstefna á vegum Félags eldri borgara og Háskólans á Akureyri verður 22. maí. Þar verða flutt erindi sem snerta eldra fólk, en einnig munu eldri borgarar taka drjúgan þátt í ráðstefnunni.