Flýtilyklar
Frá stjórn og fræðslunefnd
14.02.2015
,,Hugmyndakassinn" kynntur 23. febrúar kl. 13.30 í Bugðusíðu 1.
Hvað vilt þú að félagið þitt geri í félagsmálum?
Félagið hefur ákveðið að gera könnun á meðal eldri borgara sem kallast ,,Hugmyndakassinn" en þar er sagt frá því sem gert er nú þegar. Með því að taka þátt í þessari könnun gefst tækifæri til að koma á framfæri skoðunum og hugðarefnum varðandi störf félagsins.
Sagt verður frá verkefnnu ,,Hugmyndakassinn" og könnunin sett af stað.
Einnig kemur á fundinn Jón Björnsson fyrrum félagsmálastjóri Akureyrar og kynnir starfsemi U3A sem eru samtök fólks á ofanverðum aldri í Reykjavík.
Boðið verður upp á kaffi og kleinur og allir eldri borgarar eru velkomnir.