Frá stjórn og fræðslunefnd

Fundur haldinn fyrir félagsmenn til að kynna hugmyndakassann og væntanlega könnun þ. 23. febrúar

Þrátt fyrir ofanhríð og ófærð sóttu milli 70 og 80 manns fundinn þar sem sagt var frá þeirri könnun sem gera skal til að reyna fá fram skoðanir og hugmyndir félagsmanna um starf félagsins. Könnuninni var hleypt af stað en hægt er að taka þátt í henni á netinu, (heimasíðu: Ebak.is ), en einnig liggja blöð og hugmyndakassar frammi í Víðilundi og í Bugðusíðu. Hægt er að taka þátt til 6. mars, n.k. 

Á fundinn kom einnig Jón Björnsson fyrrum félagsmálastjóri Akureyrar og fræddi fundarmenn um U3A sem eru samtök fólks u.þ.b. 50 ára og eldri í Reykjavík. Hann minnti á hvað það væri miklu skemmtilegra að vera virkur í félagsstarfi heldur en þiggjandi.