Fréttabréf félagsmiðstöðvanna á haustönn

Fréttabréf félagsmiðstöðva 60 ára og eldri á haustönn var borið í hús á Akureyri og nágrenni í gær miðvikaginn 14. sepember.

Fréttabréf félagsmiðstöðva 6o ára og eldri á Akureyri var borið í hús á Akureyri og í nágrenni í gær 14. september. Áður hét þessi bæklingur Gleðigjafinn. Í fréttabréfinu er að finna upplýsingar um starfið í félagsmiðstöðvunum í Bugðusíðu 1 og Víðilundi 22 og  handverksmiðstöðinni Punktinum.

  Í félagsmiðstöðvunum  fer fram fjölbreytt fræðslu- og tómstundastarf á vegum Akureyrarbæjar og Félags eldri borgara eins og fram kemur í fréttabréfinu. Stundaskráin sem fylgir í fréttabréfinu sýnir hvað um er að vera í félagsmiðstöðvunum í hverri viku en þar fyrir utan er margt um að vera á vegum félagsins sem auglýst er í Dagskránni og á heimasíðunni ebak.is.

Ágætt er að losa stundaskrána úr fréttabréfinu svo auðveldara sé að lesa það sem fram fer í Bugðusíðu. Fréttabréfið verður birt á heimasíðum bæjarins og félagsins. Akureyrarbær sér um útgáfu fréttabréfsins og dreifingu þess í samstarfi við Félag eldri borgara.  Halldór