Flýtilyklar
Hvað er framundan......?
28.08.2015
Félag eldri borgara á Akureyri boðar til almenns félagsfundar um málefni eldri borgara að Bugðusíðu 1, miðvikudaginn 2. sept. kl. 13:00.
Félag eldri borgara á Akureyri boðar til almenns félagsfundar um málefni eldri borgara að Bugðusíðu 1, miðvikudaginn 2. sept. n.k. kl. 13:00. Frummælendur eru Haukur Ingibergsson fromaður Landssambands eldri bogara (LEB), sem ræðir um málefni aldraðra og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir fyrrverandi formaður (LEB), sem ræðir um fyrirhugaðar breytingar á almannatryggingakerfinu. Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri Búsetudeildar Akureyrarbæjar segir frá þjónustu bæjarins við eldri borgara - Horft til framtíðar.
Að loknum framsöguerindum verður boðið upp á kaffi og kleinur og síðan hefjast almennar umræður og fyrirspurnir.