Flýtilyklar
Inflúensubólusetning.
Því miður barst innflúensubólusetningarlyfið ekki í tæka tíð til HSN. Það er ekki væntanlegt fyrr en í næstu viku.
Þess vegna verður að fresta bólusetningum sem vera áttu í félagsmiðstöðvum eldri borgara á Akureyri um eina viku.
Þau sem áttu pantaðan tíma í Bugðusíðu halda sínum vikudögum og tímum bara viku seinna, mánudaginn 19. og þriðjudaginn 20 óktóber. Búið er að bæta við tímum þriðjudaginn 21. október kl. 13-16. Tímapantanir í síma 462-6055 kl. 9-13.
Þau sem pöntuðu tíma í Víðilundi mæta viku síðar en áætlar var. Pantanir í síma 462-7998.
Til áréttingar út af Covid: Algjör grímuskylda er í félagsmiðstöðvunum; gríman verður að ná bæði yfir munn og nef, annars er hún tilgangslaus. Ekki má lesa blöð sem aðrir lesa. Farið varlega gagnvart samleiginlegum snertiflötum.
Vonandi hafið þið það gott.
Kveðjur. Hallgrímur Gíslason.