Flýtilyklar
Jólahlaðborð í Mývatnssveit
Ferða- og skemmtinefnd félags eldri borgara á Akureyri skipulagði ferð í Mývatnssveit þann 26. nóvember sl., en nefndirnar höfðu samið við Hótel Sel um jólahlaðborð og gistingu. Um 60 félagar fóru í ferðina sem heppnaðist sérlega vel. M.a. fór hópurinn að skoða Jarðböðin fyrir borðhaldið og nokkrir höfðu sundfötin með og létu fara vel um sig í hlýju baðvatninu. Um kvöldið var svo setið að snæðingi í Hótel Seli og borðaðir dýrindis forréttir, aðalréttir og eftirréttir. Á skemmtidagskránni sem fram fór meðan borðhald stóð yfir var m.a. flutt hátíðarræða, leikþáttur, gamanmál o.fl. Almennur söngur var að sjáfsögðu viðhafður og dansspor stigin í lok borðhaldsins. Góður morgunverður daginn eftir og síðan hélt hópurinn heim til Akureyrar um kl. 11:00. Ánægjuleg ferð að baki í vetrarblíðunni. Nefndirnar báðar eiga þakkir skyldar fyrir velheppna samveru í aðdraganda jólanna. HG