Flýtilyklar
Lagabreytingar
Skýringar: Rautt = nýtt, Blátt = fellur út, flutt. Grænt - skýring.
LögSamþykktir Félags eldri borgara á Akureyri
1. gr.
Nafn og heimili
Félagið heitir Félag eldri borgara á Akureyri. Heimili og varnarþing þess er á Akureyri.
Heimasíða félagsins er ebak.is og póstfang er ebak@ebak.is.
Breytingartillaga:
Félagið heitir Félag eldri borgara á Akureyri, skammstafað EBAK. Heimili og varnarþing þess er á Akureyri. Heimasíða félagsins er ebak.is og póstnetfang er ebak@ebak.is
5. gr.
Stjórnskipan
c) Sama aðalmann má aðeins kjósa samfellt í fjögur ár til setu í stjórn. Formaður félagsins getur þó setið í fjögur ár í því embætti þrátt fyrir að hann hafi verið í stjórn áður. Sama aðila má aðeins kjósa samfellt í fjögur ár í sömu fastanefnd en allir nefndarmenn eru kosnir árlega.
Stjórn félagsins getur með samþykki aðalfundar veitt undanþágu frá fjögurra ára reglunni hvað varðar setu aðila í stjórn og nefndum ef brýna nauðsyn ber til.
Breytingartillaga:
c) Sama einstakling má aðeins kjósa samfellt í fjögur ár til setu í aðalstjórn, sama regla gildir um kjör í varastjórn. Formaður félagsins getur þó setið í fjögur ár í því embætti þrátt fyrir að hann hafi verið í stjórn áður.
Sama aðila má aðeins kjósa samfellt í fjögur ár í sömu fastanefnd en allir nefndarmenn eru kosnir árlega. [Flutt í 9. grein]
Stjórn félagsins getur með samþykki aðalfundar veitt undanþágu frá fjögurra ára reglunni hvað varðar setu aðila í stjórn og nefndum ef brýna nauðsyn ber til. [Flutt í 9. grein og breytt þar]
6. gr.
Aðalfundur
d) Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála nema annað sé ákveðið í lögum
e) Dagskrá aðalfundar:
f) Lagabreytingar
g) Kosningar skv. 5., 10., 11. og 12. gr. eftir því sem við á.
Breytingartillaga:
d) Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum mála nema annað sé ákveðið í lögum samþykktum þessum.
e) Dagskrá aðalfundar:
f) Lagabreytingar. Breytingar á samþykktum.
g) Kosningar skv. 5., 9., 10., 11. og 12. gr. eftir því sem við á.
9. gr.
Fastanefndir og aðrar nefndir
Fastanefndir sem kjörnar eru á aðalfundi eru þessar:
a) Ferðanefnd
b) Fræðslunefnd
c) Kaffinefnd
d) Skemmtinefnd
e) Spilanefndir: Bridds
Félagsvist
f) Útivist og heilsurækt: Göngunefnd
g) Uppstillinganefnd
Að jafnaði skulu 5 aðilar sitja í fastanefndum félagsins.
a) Allar nefndir sem kosnar eru á aðalfundi félagsins skulu starfa sem mest sjálfstætt en þær bera ábyrgð á fjármálum sínum gagnvart stjórn félagsins hverju sinni.
Þær kjósa sér formann og geta hvatt sér til aðstoðar fleiri félaga ef þeim þykir henta, þótt aðalfundur hafi kosið vissan fjölda til starfans. Núverandi fastanefndir skulu í samráði við stjórn félagsins setja sér starfslýsingu. Aðrar nefndir eða starfsnefndir, sem stofnaðar verða vegna nýrra eða afmarkaðra verkefna skipar stjórn og setur þeim starfslýsingar. Komi upp ágreiningur innan nefndar þannig að hún verði óstarfhæf skal þeim ágreiningi vísað til stjórnar sem þá tekur endanlega ákvörðun máls þess er um er að ræða.
Breytingartillaga
Fastanefndir sem kjörnar eru á aðalfundi eru þessar:
a) Ferðanefnd
b) Fræðslunefnd
c) Kaffinefnd
d) Skemmtinefnd
e) Spilanefndir: Keppnisbridds og félagsvist
f) Útivist og heilsurækt Heilsuefling: Göngunefnd og golfnefnd.
g) Uppstillinganefnd
a) Að jafnaði skulu 5 aðilar sitja í fastanefndum félagsins.
Allir nefndamenn eru kosnir árlega nema í uppstillinganefnd sbr. 10. gr. Stjórn félagsins ákveður fjölda fulltrúa í nefndum í samráði við þær.
Sama aðila má aðeins kjósa samfellt í fjögur ár í sömu fastanefnd. Sami einstaklingur getur aðeins verið fulltrúi í einni fastanefnd á sama tíma. Gæta skal þess að ekki sé skipt um alla nefndamenn í einhverri nefnd á sama aðalfundi. Stjórn félagsins getur með samþykki aðalfundar veitt undanþágu frá fjögurra ára reglunni hvað varðar setu aðila í stjórn og nefndum ef brýna nauðsyn ber til.
a) b) (Texti óbreyttur)
10. gr.
Uppstillinganefnd
e) Berist ekki tillögur um fleiri aðila en kjósa skal á aðalfundi þegar frestur til að skila inn tillögum er útrunninn teljast þeir sjálfkjörnir.Sami aðili getur aðeins verið fulltrúi í einni fastanefnd á sama tíma. Leitast skal við að ekki sé skipt um alla nefndarmenn á sama aðalfundi
Breytingartillaga
e) Berist ekki tillögur um fleiri aðila en kjósa skal á aðalfundi þegar frestur til að skila inn tillögum er útrunninn teljast þeir sjálfkjörnir. Sami aðili getur aðeins verið fulltrúi í einni fastanefnd á sama tíma. Leitast skal við að ekki sé skipt um alla nefndarmenn á sama aðalfundi. [Flutt í 9. grein]
11. gr.
Öldungaráð
a) Félag eldri borgara á Akureyri kýs 3 fulltrúa og 1 til vara til setu í Öldungaráði samkvæmt samþykktum milli félagsins og Akureyrarkaupstaðar. Kosningin skal fara fram sama ár og bæjarstjórnarkosningar og skal lokið eigi síðar en á aðalfundi félagsins það ár. Kosningarétt og kjörgengi hafa skráðir félagar á kjördegi.
Breytingatillaga
a) Félag eldri borgara á Akureyri kýs 3 fulltrúa og 1 til vara til setu í Öldungaráði samkvæmt samþykktum milli félagsins og Akureyrarkaupstaðar. Kosningin skal fara fram sama ár og bæjarstjórnarkosningar og skal lokið eigi síðar en á aðalfundi félagsins það ár. Kosningarétt og kjörgengi hafa skráðir félagar á kjördegi, sem eiga lögheimili á Akureyri.
12. gr.
Kjörnefnd og stjórnarkjör
b) Kjörnefndin hefur umsjón með kosningum á aðalfundi og í öldungaráð, annast kynningu, talningu og aðra framkvæmd samkvæmt lögum félagsins.
Breytingartillaga
b) Kjörnefndin hefur umsjón með kosningum á aðalfundi og í öldungaráð, annast kynningu, talningu og aðra framkvæmd samkvæmt lögum samþykktum félagsins.
13. gr.
Lagabreytingar
a) Lögum félagsins verður aðeins breytt með tveim þriðju hlutum atkvæða á aðalfundi.
b) Ef gera á tillögur um breytingar á lögum félagsins skal þess getið í fundarboði og skulu þær liggja frammi á opnunartíma skrifstofu félagsins með minnst tveggja vikna fyrirvara.
Breytingatillaga
13. gr.
Breytingar á samþykktum
a) Lögum Samþykktum félagsins verður aðeins breytt með tveim þriðju hlutum atkvæða á aðalfundi.
b) Ef gera á tillögur um breytingar á lögum samþykktum félagsins skal þess getið í fundarboði og skulu þær liggja frammi á opnunartíma skrifstofu félagsins með minnst tveggja vikna fyrirvara.
Ofangreindar samþykktir voru samþykktar á aðalfundi félagsins 26. mars 2018 og öðlast þegar gildi.