Nauðsyn hreyfingar

Kæru félagar 
 
Á þessum undarlegum tímum er að mörgu að huga og vissulega hefur líf okkar allra tekið stakkaskiptum, þó mismiklum. Það er algengt að fólk er að draga sig meira í hlé, forðast mannamót og draga úr þeim daglegu rútínum sem hafa verið í gangi, sem er vissulega það sem okkur hefur verið ráðlagt. Það er þó mikilvægt að huga vel að heilsunni, líkamlega sem andlega. Ráðleggingar frá Embætti Landlæknis hljóma þannig að mikilvægt sé að hreyfa sig að lágmarki 30 mínútur daglega. Það sem hreyfing gerir fyrir okkur er meðal annars:
 
  • minnkar líkur á nokkrum tegundum krabbameina
  • minnkar líkur á hjarta- og æðasjúkdómum
  • minnkar líkur á sykursýki og ýmsum stoðkerfisverkjum
  • bætir andlega líðan og getur stuðlað að því að minnka kvíða og depurð 
Nú þegar fólk er að "einangra" sig er mikilvægara en aldrei fyrr að huga að heilsunni. Ég mæli með að þið finnið ykkur hreyfingu sem þið treystið ykkur í og er við hæfi. Líkamsræktarstöðvarnar bjóða margar hverjar upp á tíma fyrir ykkur (sóttvarnir til staðar og 2 metrar á milli) en einnig er gott að fara út að ganga og gera æfingar heima við. Ég bendi ykkur á heimasíðuna eldhress.com þar sem finna má æfingar og getið þið valið úr nokkrar æfingar til að gera daglega og þá úr öllum flokkunum sem eru í boði (jafnvægi, liðleiki, efri og neðri styrkur og teygjur).
 
Munum að gera okkar besta í sóttvörnum en jafnframt að lifa lífinu og reyna að hafa gaman samhliða þessu öllu saman. Það er mikilvægt að hitta fólk, stunda hreyfingu og huga vel að svefni og mataræði. Þannig erum við líka betur í stakk búin gegn veikindum. Vonumst til þess að tíminn í þessu veiruástandi styttist, öndum djúpt að okkur og reynum að njóta lífsins eins og hægt er, við erum saman í þessu ❤
 Kærar kveðjur 
 Anný Björg sjúkraþjálfari