Flýtilyklar
Nýsköpun og velferðarþjónusta
Í dag, 30. apríl, var opinn fundur í Bugðusíðu 1 á vegum Félags eldri borgara á Akureyri og Öldungaráðs Akureyrarbæjar. Rúmlega 50 manns mættu á fundinn.
Halldór S. Guðmundsson framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrarbæjar og Jón Hrói Finnsson sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrarbæjar höfðu framsögu um nýsköpun og velferðartækni í öldunarþjónustu hjá Akureyrarbæ.
Margt markvert kom fram í máli þeirra. Hér að neðan er stiklað á mjög stóru.
Iðjuþjálfum og sálfræðingum þarf að fjölga til að auka færni okkar og þjálfun. Við eldri borgarar þurfum að vera vel vakandi og móttækileg fyrir þeirri þróun í nýsköpun og velferðartækni sem er komin og kemur til með að verða enn meiri á næstu árum. Íslendingar lifa sífellt lengur, sem þýðir að auka þarf þjónustu við eldri borgara gífurlega á næstu árum, bæði hvað varðar heimaþjónustu og heimahjúkrun. Engin leið verður að mæta þeirri aukningu eingöngu með fjölgun starfsfólks, heldur verður tæknin að koma þar inn í. Tæknin hefur þróast gífurlega á undanförnum árum og ljóst að sú þróun heldur áfram. Sífellt koma nýjungar til auka velferð okkar.
Annar fundur á vegum sömu aðila verður haldinn fimmtudaginn 17. maí. Hann verður auglýstur síðar.
Hallgrímur G.