Flýtilyklar
Samþykktir EBAK
Samþykktir Félags eldri borgara á Akureyri
Breytingatillögur.
Grunnur er svartur. Það sem var er blátt. Það sem verður er rautt.
1. gr.
Nafn og heimili
Félagið heitir Félag eldri borgara á Akureyri, skammstafað EBAK. Heimili og varnarþing þess er á Akureyri. Heimasíða félagsins er ebak.is og netfang er ebak@ebak.is.
Félagið heitir Félag eldri borgara á Akureyri, skammstafað EBAK. Starfssvæði þess er Akureyri og nágrenni. Heimili og varnarþing þess er á Akureyri. Heimasíða félagsins er ebak.is og netfang er ebak@ebak.is.
2. gr.
Hlutverk
Hlutverk félagsins er að vinna að félags- og hagsmunamálum eldri borgara svo sem:
a) með skemmtanahaldi og ferðalögum.
b) með fræðslufundum og námskeiðahaldi.
c) með líkamsþjálfun og útivist.
d) með kynningu á réttindum og skyldum eldri borgara í samfélaginu.
e) með úrbótum í húsnæðismálum eldri borgara, atvinnumálum og efnahagsmálum.
f) með því að vera tengiliður og umsagnaraðili milli eldri borgara á Akureyri og þeirra aðila Akureyrarbæjar og
ríkisstofnana, sem annast málefni er varða hagsmuni eldri borgara.
g) með aðild að öldungaráði Akureyrarkaupstaðar.
h) með því að vinna að öðrum þeim verkefnum sem stjórnin telur ástæðu til að félagið annist.
a) með skemmtanahaldi, ferðalögum og fræðslu af ýmsum toga.
b) með margþættri heilsueflingu.
c) með kynningu á réttindum og skyldum eldri borgara í samfélaginu.
d) með úrbótum í húsnæðismálum eldri borgara, atvinnumálum og efnahagsmálum.
e) með aðild að öldungaráði Akureyrarbæjar og hafa á annan hátt samskipti við þá aðila sem annast málefni er varða
hagsmuni eldri borgara.
f) með því að vinna að öðrum þeim verkefnum sem stjórnin telur ástæðu til að félagið annist.
3. gr.
Félagar
b) Haldin skal skrá yfir fullgilda greiðandi félagsmenn sem lögð verði til grundvallar félagslegum réttindum í EBAK.
c) Styrktarfélagar geta einstaklingar orðið og fyrirtæki.
b) Árgjald yfirstandandi árs er ákveðið á aðalfundi. Félagar 90 ára og eldri greiða ekki árgjald.
c) Haldin skal skrá yfir fullgilda greiðandi félagsmenn sem lögð verði til grundvallar félagslegum réttindum í EBAK.
Einnig skrá yfir gjaldfría félaga 90 ára og eldri.
d) Einstaklingar og fyrirtæki geta orðið styrktarfélagar.
5. gr.
Stjórnskipan
b) Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið er kosinn formaður, þrír aðalmenn og einn varamaður
og hitt árið þrír aðalmenn og tveir varamenn. Hætti stjórnarmaður á miðju kjörtímabili skal, þrátt fyrir ofangreint
ákvæði, kjósa eftirmann hans til eins árs. Stjórn ákveður röð varamanna á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.
b) Kjörtímabil aðalstjórnar er tvö ár. Formaður er kosinn sérstaklega annað hvert ár. Á hverjum aðalfundi skal kjósa
þrjá aðalmenn til tveggja ára. Varamenn eru kosnir til eins árs. Hætti stjórnarmaður á miðju kjörtímabili skal,
þrátt fyrir ofangreint ákvæði, kjósa eftirmann hans til eins árs. Stjórn ákveður röð varamanna á fyrsta fundi sínum
eftir aðalfund.
6. gr.
Aðalfundur
e Dagskrá aðalfundar:
f) Breytingar á samþykktum.
g) Kosningar skv. 5., 9., 10., 11. og 12. gr. eftir því sem við á.
h) Afgreiðsla tillagna, ályktana og erinda sem lögð eru fyrir fundinn.
Slíkar tillögur og erindi ber að senda stjórn félagsins skriflega minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.
i) Tekin ákvörðun um árgjald félagsmanna.
j) Önnur mál.
f) Tekin ákvörðun um árgjald félagsmanna.
g) Fjárhagsáætlun lögð fram.
h) Breytingar á samþykktum.
i) Kosningar skv. 5., 9., 10., 11. og 12. gr. eftir því sem við á.
j) Afgreiðsla tillagna, ályktana og erinda sem lögð eru fyrir fundinn.
Slíkar tillögur og erindi ber að senda stjórn félagsins skriflega minnst tveimur vikum fyrir aðalfund.
k) Önnur mál.
11. gr.
Öldungaráð
a) Félag eldri borgara á Akureyri kýs 3 fulltrúa og 1 til vara til setu í Öldungaráði samkvæmt samþykkt milli félagsins
og Akureyrarkaupstaðar. Kosningin skal fara fram sama ár og bæjarstjórnarkosningar og skal lokið eigi síðar en á
aðalfundi félagsins það ár. Kosningarétt og kjörgengi hafa skráðir félagar á kjördegi.
a) Félag eldri borgara á Akureyri kýs 3 fulltrúa og 3 til vara til setu í Öldungaráði samkvæmt 38. grein laga nr.
40/1991 með áorðnum breytingum. Kosningin skal fara fram sama ár og bæjarstjórnarkosningar og skal lokið eigi
síðar en á aðalfundi félagsins það ár. Kosningarétt og kjörgengi hafa skráðir félagar á kjördegi.
Ofangreindar samþykktir voru samþykktar á aðalfundi félagsins 26. mars 2018 og öðlast þegar gildi.
Ofangreindar samþykktir voru samþykktar á aðalfundi félagsins 24. mars 2020 og öðlast þegar gildi.