Spékoppar

Spékoppar skemmta eldri borgurum í desember. Dagskrá um Káinn. Þessa skemmtilega Eyfirðings og vestur Íslendings verður minnst í ljóðum og sögum.

Framsagnar- og leiklistarhópurinn Spékoppar er hópur eldri borgara sem hefur sótt námskeið hjá Sögu Jónsdóttur leikara undanfarin ár. Hópurinn hefur komið fram á skemmtunum eldri borgara í Víðilundi, Bugðusíðu og í Lögmannshlíð. Einnig  hefur hópurinn komið fram á þeim tveimur ráðstefnum sem haldnar hafa verið í Háskólanum á Akureyri á vegum eldri borgara og Háskólans.

Mánudaginn 15. desember kl. 10.30 og kl. 14.30 mun hópurinn koma fram í Bugðusíðu og Lögmannshlíð. Þriðjudaginn 16. desember á sama tíma verður hópurinn í Víðilundi og í Hlíð. Flutt verður dagskrá um Káinn í ljóðum og sögum.