Spékoppar

Spékoppar framsagnar- og leiklistarhópurinn fór víða í byrjun árs. Þeir fluttu dagskrá um Káin í ljóðum, lestri og söng.

Spékoppar heimsóttu staði þar sem aldraðir lasnir dvelja, á Öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð, Alzheimerkaffi í Hlíð, í félagsmiðstöðvarnar í Víðilundi og Bugðusíðu. Þeir fóru einnig út fyrir bæjarmörkin og heimsóttu Grenilund á Grenivík og Kristnesspítala.

Alls staðar var notalegt að koma og skemmtilegt var þegar fólk tók undir í söng og gamanmálum Káins.

Í Víðilundi 30. janúar 2015. Saga Jónsdóttir leiðbeindi hópnum.

Áheyrendur voru margir í Víðilundi 30. janúar.