Flýtilyklar
Stjórnarfundur 6. jan. 2015
10.02.2015
Stjórn Félags eldri borgara hélt sinn 9. fund á starfsárinu 6. jannúar sl. Ýmis mál voru á dagskrá fundarins.
Stjórn Félags eldri borgara hélt sinn 9. fund á starfsárinu 2014-2015. Ýmis mál voru á dagskrá fundarins. M.a var eftirfarandi bókun gerð:
Formaður greindi frá því að forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri hefði haft samband og tilkynnt að búið væri að panta augnsteinamælingatæki fyrir sjúkrahúsið. Eins og kunnugt er samþykkti stjórn félagsins á fundi sínum þann 2. desember 2014 að veita sjúkrahúsinu (Hollvinum SA) styrk að upphæð kr. 1.500.000 til tækjakaupa og voru þessi tæki m.a. höfð í huga. Þessi upphæð fer í þessi tækjakaup auk framlags frá SA. Fundargerðina í heild má lesa með því að smella á flippann ( um félagið og síðan fundargerðir) efst á heimasíðunni. HG