Tillögur stjórnar EBAK að lagabreytingum

Breyting á 5. grein b - liðar er varðar stjórnskipan:

Liðurinn hljóðar svo fyrir breytingu: Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið  er kosinn formaður, þrír aðalmenn og fyrsti varamaður og hitt árið þrír aðalmenn og annar og þriðji varamaður.

Liðurinn hljóðar svo eftir breytingu: Stjórnarmenn skal kjósa til tveggja ára þannig að annað árið er kosinn formaður, þrír aðalmenn og einn varamaður og hitt árið þrír aðalmenn og tveir varamenn. Hætti stjórnarmaður á miðju kjörtímabili skal, þrátt fyrir ofangreint ákvæði, kjósa eftirmann hans til eins árs. Stjórn ákveður röð varamanna á fyrsta fundi sínum eftir aðalfund.

 

Breyting á 5. grein d – liðar er varðar stjórnskipan:

Liðurinn hljóðar svo fyrir breytingu: Stjórn félagsins skal gera tillögu til aðalfundar um fulltrúa á landsfund Landssambands eldri borgara (LEB) það ár sem landsfundur er haldinn. Kjósa skal jafnmarga fulltrúa og félagið á rétt á hverju sinni og jafn marga til vara í raðaðri röð. Formaður félagsins er sjálfkjörinn.

Liðurinn hljóðar svo eftir breytingu: Stjórn félagsins velur fulltrúa á landsfund Landssambands eldri borgara (LEB) það ár sem landsfundur er haldinn. Velja skal jafnmarga fulltrúa og félagið á rétt á hverju sinni og jafn marga til vara í raðaðri röð. Formaður félagsins er sjálfkjörinn.  

 

Breyting á 7. grein a – liðar er varðar verkefni stjórnar

Liðurinn hljóðar svo fyrir breytingu: Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skal stjórnin skipta með sér verkum og kýs sér varaformann, ritara og gjaldkera. Skilgreina skal í hvaða röð varamenn taki  sæti  í forföllum aðalmanna.            

Liðurinn hljóðar svo eftir breytingu: Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skiptir stjórnin með sér verkum og kýs sér varaformann, ritara og gjaldkera. Þessir þrír aðilar ásamt formanni skipa framkvæmdaráð innan stjórnar. Þá skipar stjórn tvo fulltrúa og  einn varafulltrúa í notendaráð félagsmiðstöðva eldri borgara í Bugðusíðu og Víðilundi.

 

Breyting á 10. grein a – liðar er varðar uppstillinganefnd:

Liðurinn hljóðar svo fyrir breytingu: Uppstillinganefnd er kosin árlega á aðalfundi félagsins. Annað árið er kosinn formaður og tveir meðstjórnendur og hitt árið tveir meðstjórnendur. Stjórn félagsins leggur fram tillögu á aðalfundi um aðila í nefndina. Einnig er félögum heimilt að tilnefna aðila.  

Liðurinn hljóðar svo eftir breytingu: Kosið er árlega í uppstillinganefnd  á aðalfundi félagsins. Annað árið eru kosnir tveir fulltrúar og hitt árið þrír fulltrúar. Á fyrsta fundi nefndarinnar eftir aðalfund kýs hún sér formann og ritara. Stjórn félagsins leggur fram tillögu á aðalfundi um aðila í nefndina. Einnig er félögum heimilt að tilnefna aðila.  

                                                                      Stjórn EBAK