Flýtilyklar
Ferð til Gran Canaria
Eitthvað um 150 munu vera búnir að skrá sig í neðangreinda ferð. Eitthvað um 30 sæti eru því eftir.
Gran Canaria 1. október – 18. október 2019
Gist verður á Hotel Occidental Margaritas **** Avda Gran Canarias 40, 35100 Playa del Ingles,Gran Canaria
• Hótelið samanstendur af tveimur byggingum með ágætis aðgengi á milli þeirra. Stór hluti svæðisins var endurnýjaður árið 2010. Gestir fá að nota alla aðstöðu í báðum byggingum. Hótelherbergin sem Heimsferðir bjóða eru í aðalbyggingunni en í hinni byggingunni eru íbúðir. Sú bygging er aðeins frá aðalbyggingunni, þar sem öll aðstaðan er, og hentar því síður þeim sem eiga erfitt með gang. Á hótelinu eru 489 herbergi og íbúðir. • Aðalbyggingin er með stóra móttöku, aðalveitingasalinn og ýmsa sali til að nota fyrir hópa, t.d. fyrir félagsvist og skemmtikvöld. Þráðlaust netsamband er í gestamóttöku og einnig er hægt að komast í tölvur gegn gjaldi. Þá er einnig stór diskósalur sem tekur yfir eitt þúsund manns. • Auk aðalveitingasalarins eru tveir grillstaðir á hótelinu og fjórir barir. • Herbergi eru með sjónvarpi, öryggishólfi (gegn gjaldi), minibar og hárþurrku. Öll herbergi eru með góðum svölum með stólum og borði. • Tvær sundlaugar eru á svæðinu, bæði við hótelbygginguna og íbúðabygginguna. Mjög góð sólbaðsaðstæða með góðum sólbekkjum og sundlaugabar í stórum og fallegum garði. • Á hótelinu er líkamsrækt, billard, borðtennis, gufubað og ýmislegt annað til afþreyingar. Einnig hárgreiðslustofa, snyrtistofa, nuddstofa, verslun og þá er mjög stutt í SPAR –verslunina. Skemmtidagskrá er alla daga. • Hótelið eru með fríar ferðir á ensku ströndina (um 2 km) og á Maspalomas ströndina (um 3 km) nokkrum sinnum á dag. • Stutt er í verslunarmiðstöðina Yumbo Center (um 700 m) sem margir þekkja. • Á þessu svæði er rólegt og engin læti frá umhverfi en þó stutt í iðandi mannlíf.
Verðskrá - herbergi:
2 í herbergi með “allt innifalið” 259.800.- 1 í herbergi með “allt innifalið” 308.400.-
2 í íbúð m/1 svefnh. “allt innifalið” 269.300.-
Innifalið: Beint flug til/frá Akureyri með Neos, flugvallarskattar, gisting í 17 nætur, íslensk fararstjórn (Anna Lea og Brói), hjúkrunarfræðingur. Flugtímar tilkynntir síðar. Akstur til og frá flugvelli kostar 3.900 aukalega. Forfallatrygging kostar 2.900 (15.000 kr. sjálfsábyrgð)
Hvað er „allt innifalið“? - morgun-, hádegis- og kvöldverður á hlaðborðsveitingastaðnum. - Kl. 12-18 er ýmiskonar millimál í boði (hamborgarar, salöt, ís, o.fl) - drykkir, óáfengir og áfengir (innlendir) kl. 10 – 23. - skemmtidagskrá á daginn og kvöldin.
Bókanir eru á skrifstofu Heimsferða á Akureyri, Strandgötu 25, í síma 461-1099 eða á akureyri@heimsferdir.is. Staðfestingargjald er kr. 35.000.- og greiðist eigi síðar en viku eftir bókun.
Ýmis afþreying/kynnisferðir:
- Ýmsar spennandi og nýjar kynnisferðir verða í boði sniðnar að hópnum. - Dagskrá í samvinnu við félag eldri borgara (félagsvist, leikfimi, o.s.frv.)
Nánari upplýsingar verða veittar þegar út er komið en kynnisferðir eru bókaðar og greiddar hjá fararstjórum á meðan dvöl stendur.
Á Gran Canaria eru fimm 18 holu golfvellir sem eru opnir almenningi, áhugasamir kylfingar geta því haft nóg fyrir stafni. Frekari upplýsingar um það sem í boði er hjá fararstjórum Heimsferða eða á hótelinu.
Skilmálar vegna verðs og verðbreytinga: 3. Verð og verðbreytingar Uppgefið áætlað verð við staðfestingu pöntunar kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþátta: • Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði. • Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu, s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum. • Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð. Sjá texta um gengisviðmiðun í almennum skilmálum i sölubæklingi fyrir viðkomandi ferðatímabil (sbr. vor, sumar, haust og vetur), sem er liður í samningi milli aðila. Ekki er gripið til verðbreytinga nema gengi íslensku krónunnar breytist um 10% eða meira. Ferð sem er að fullu greidd tekur ekki verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta. Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst. Sérstakt þjónustugjald er innheimt fyrir þjónustu sem er ekki innifalin í verði ferðar, s.s. sérpöntun á bílaleigubíl, gistingu o.fl.
Almenna ferðaskilmála má nálgast í heild á heimasíðu Heimsferða, www.heimsferdir.is