Vetrardagskrá 2018-2019

Dagskrá félags- og tómstundastarfs eldri borgara á Akureyri í Bugðusíðu 1 og Víðilundi 22, ásamt stundaskrá, er komin inn á ebak.is. Dagskráin er sérstakur liður hægra megin á síðunni, neðan við viðburðadagatalið. Vinsamlegast athugið að bæklingurinn gildir fyrir allt starfsárið 2018-2019. Bæklinginn sjálfan en hægt að nálgast í félagsmiðstöðvunum. 

Því miður vantar nafn ritara EBAK í bæklinginn, en Margrét Pétursdóttir, sími 863-4335, er ritari félagins

Einnig er sú villa á síðu 2 að námskeiðið Jóga með Rósu - Mjúkt jóga í stól! er í Bugðusíðu á miðvikudögum kl. 09:30-10:30 (ekki kl. 10:00-11:00 eins og stendur í bæklingnum).

Skráning á námskeiðin sem minnst er á í bæklingnum er í símum félagsmiðstöðvanna, 462-7998 í Víðilundi eða 462-6055 í Bugðusíðu. 

Hvetjum félaga í Félagi eldri borgara til að fylgjast vel með auglýsingum í Dagskránni, á ebak.is og í fésbókarhópnum EBAK Félag eldri borgara á Akureyri. Einnig hvetjum við þá sem ekki fá fréttir af ebak.is í tölvupósti að skrá sig á póstlista. Til þess er sérstakur hnappur neðarlega til hægri á ebak.is. Skráning á póstlista

Hallgrímur.