Fréttir

Tryggingastofnun

Við bendum lífeyrisþegum á að það er mjög mikilvægt að fara yfir tekjuáætlun sína frá TR og uppfæra í takt við hugsanlegar eða fyrirsjáanlegar breytingar. Til að tryggja að útreikningur TR á lífeyri sé sem réttastur þurfa þessar upplýsingar að liggja fyrir sem fyrst. Rétt og uppfærð tekjuáætlun kemur í veg fyrir að leiðrétta þurfi eftir á, eins og svo margir hafa lent í undanfarið með fjármagnstekjur, sem hafa verið hærri en áætlað var, vegna vaxtastigs í landinu. Hægt er að kynna sér þetta betur á Mínum síðum hjá TR tr.is
Lesa meira

Kjarnagata 53

EBAK hefur gert samkomulag við fasteignafélagið L2 um að bjóða félagsfólki að leigja íbúðir í Kjarnagötu 53 í eigu L2. Um er að ræða nýtt fjögurra hæða, 16 íbúða fjölbýlishús í Hagahverfi með rúmgóðum bílakjallara. Íbúðirnar eru þriggja og fjögurra herbergja 69 til 111 m2. Leiguverð er frá 250 þús. til 330 þús. kr á mánuði. Leigutakar greiða rafmagn en hiti er innifalinn í leigu. Íbúðirnar verða tilbúnar til afhendingar í janúar til febrúar 2025. Skrifstofa EBAK veitir frekari upplýsingar og eru áhugasamir beðnir um að hafa samband við Karl Erlendsson eða senda tölvupóst á ebakureyri@gmail.com sem fyrst.
Lesa meira

Madeira í beinu flugi frá Akureyri

Lesa meira

Síðari bókakynning EBAK

Mánudaginn 9. desember kl. 14.00 verður síðari bókakynning EBAK í Birtu Bugðusíðu 1.
Lesa meira

Söngur og kaffihlaðborð

Kór eldri borgara " Í fína formi" boðar til jólatónleika og kaffihlaðborðs af bestu gerð í sal Naustaskóla sunnudaginn 1. desember kl. 14.00.
Lesa meira

Fyrri bókakynning EBAK

Lesa meira

Boð í Skógarböðin

Okkur félögum í Félagi eldri borgara á Akureyri, hefur enn og aftur borist rausnarlegt boð frá Skógarböðunum. Öllum félögum í EBAK er boðið í Skógarböðin, þeim að kostnaðarlausu, á mánudaginn, þriðjudaginn og miðvikudaginn í næstu viku þ.e. 18., 19. og 20. nóvember. Félagar mæta bara á staðinn og sýna félagsskírteinin. Hafa ber þó í huga að böðin eru opin öðrum einnig, svo ef margir mæta gæti myndast smá bið, en þá er bara hægt að slappa af á Bistro. Félagar eru eindregið hvattir til að þiggja þetta einstaka boð. Kærar þakkir fyrir einstakt boð.
Lesa meira

Kráarkvöld - Dansleikur

verður haldið að Sölku við Víðilund föstudagskvöldið 22. nóvember kl. 20:30 - 24:00.
Lesa meira

Almennur félagsfundur

Félag eldri borgara á Akureyri boðar til almenns félagsfundar í Brekkuskóla miðvikudaginn 20. nóvember n.k. kl. 16;00-18:00.
Lesa meira

Ævintýri á áttræðisaldri

Mánudaginn 11. nóvember kl. 14.00 í Birtu Bugðusíðu segir Stefán B. Sigurðsson fyrrverandi rektor HA frá ævintýri á áttræðisaldri í Suður-Afríku og Namibíu.
Lesa meira